Harma skilning Ómars

Merkilegt er að sjá að Ómar Ragnarsson skilur þessa frétt þannig að við sem störfum hjá Landsvirkjun hörmum að veiting rannsóknarleyfisins sé  rædd og rýnd.  Svo er alls ekki. 

 Það er hins vegar leitt að Landvernd sem Landsvirkjun tók þátt í að stofna með mörgum öðrum á sínum tíma til þess að  skapa vettvang fyrir málefnalega og vandaða umræðu um umhverfismál skuli ekki kynna sér málin betur í þessu tilfelli áður en farið er fram á vettvang dagsins  með kröfur um opinbera rannsókn. 

Landvernd heldur því fram að umsóknin hafi verið  send inn  og hlotið afgreiðslu á tveimur dögum.  Hið rétta er að umsóknin  beið afgreiðslu í  tvö og hálft ár.  Landvernd segir að umsagna réttra aðila hafi ekki verið leitað en þær umsagnir lágu fyrir.  Þetta eru óvönduð vinnubrögð því auðvelt var að komast að hinu rétta í þessu efni. 

Þetta ber að harma þegar í hlut eiga metnaðarfull samtök um málefnaleg og vönduð vinnubrögð.


mbl.is Rannsóknarleyfi gefið út á grundvelli laga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér má nálgast frétt á heimasíðu Landverndar þar sem fullyrðingar Landsvirkjunar um að Landvernd og SUNN hafi ekki kynnt sér gögn málsins eru hraktar. Þar er einnig gerð grein fyrir því hver munurinn á umsókninni 2004 og þeirri nýju 2007 er.

Umsagnaraðilar tjáðu sig um umsóknina frá 2004 en þar var ekki gert ráð fyrir neinum jarðborunum heldur einungis yfirborðsrannsóknum. Í nýju umsókninni, sem Landsvirkjun kýs að kalla ítrekun, er hinsvegar óskað eftir leyfi til jarðborna. Á þessu er grundvallar munur og hinir lögboðnu umsangaraðilar hafa ekki fengið færi á að tjá sig um þá umsókn. Þar af leiðandi leikur vafi á lögmæti útgáfunnar og Landvernd og SUNN hafa því óskað eftir rannsókn á henni.

www.landvernd.is/frettirpage.asp?ID=2185

Góðar kveðjur,

Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar.

Bergur Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband